Illska hefur aldrei litið betur út!
Síðan í febrúar eða mars hefur Fröken Fabjúlöss legið yfir facebook síðunni fyrir nýju Angelina Jolie myndina um Maleficent, sem verður frumsýnd á næstunni! Maleficent hefur lengi verið uppáhalds Disney óþokki dívunnar, og er óhætt að segja að andköfin hafi verið ófá og jákvæð þegar Frökenin komst að því að heilög Angelina ætti að vekja þessa fögru norn til lífsins á hvíta tjaldinu og getur Frökenin varla á sér heilli tekið fyrr en hún hefur séð þessa mynd!
En svo fór annar orðrómur að berast inn í heimsveldi Fabjúlössmans eftir dimmum skúmaskotum veraldarvefsins um að MAC ætlaði sér að stökkva á Maleficent tekjulestina og gefa út heilt "collection" tileinkað norninni ólánsömu, og var það nú ekki beinlínis til að dempa kæti og tilhlökkun okkar hérna í Fabjúlössmanum!
Frökenin hefur reyndar því miður ekki fengið Maleficent línuna frá MAC í hendur, en í staðinn hefur hún legið tímunum saman á alnetinu alkunna við heimildasöfnun og hefur viðað að sér nóg af upplýsingum til að geta myndað skoðun á dásemdinni!
Augnskuggapallettan:
Þegar Frökenin heyrði af þessari tilteknu línu þá byrjaði að hlakka í henni við tilhugsunina um djúpsmaragðsgræna litinn sem MAC myndi hræra saman í tilefni Maleficent, enda hefur grænn fylgt henni frá örófi alda... Ekki varð Fab kápan úr því klæðinu! Við fyrstu sýn fannst frökeninni palettan meira að segja frekar litlaus og ekki alveg í samræmi við karakterinn... En svo fór dívan nú að bera saman förðun Angelinu Jolie í kvikmyndinni og komst að þeirri niðurstöðu að þessi litapalletta væri mjög svo í samræmi við förðun Maleficent í myndinni og það finnst Frökeninni vega þungt og fyrirgaf MAC hið snarasta! Augnskuggarnir í pallettunni eru allir áður útgefnir hjá MAC og eru:
Carbon: Þessi er eins svartur og mattur og þeir finnast! Frökenin á Carbon í safninu og notar hann ískyggilega mikið!
Goldmine: Annar litur sem Frökenin hefur yfir að ráða. Einstaklega fallegur gulllitaður skuggi sem setur rosalega skemmtilegt glamúrlúkk á hvaða förðun sem er!
Ground Brown: Brúnleitur augnskuggi sem Frökenin er ekki svo heppin að eiga. Þetta er svona einn af þeim litum sem allar konur geta notað og allar ættu að eiga, þannig að Frökenin gefur fimm glimmerflögur af fimm mögulegum á þennann!
Concrete: Svolítið erfitt að segja til um hvernig litur þetta er... Svona öskugrá-brúnn... En þessi er að mati Fabjúlössar alveg tilvalinn í að blanda tildæmis Ground Brown út og framkalla fullkomið smokey, þannig að Frökenin leggur blessun sína yfir hann!
Þeim mun meira sem Frökenin skoðar þessa pallettu, þeim mun átakanlegri verður þrá hennar í hana! Nokkrum sinnum hefur MAC gefið út svona karakterlínur, en sjaldan hefur Frökenin séð augnskuggapallettu frá þeim tileinkaða einhverjum karakter sem er notendavænni en þessi! Þetta eru litir sem hin almenna kona (ekki svona lita og glimmersjúklingar eins og Fröken Fabjúlöss) getur notað dagsdaglega, og það eitt og sér framkallar allavega 2 aukarokkstig á MAC!
Varaliturinn og glossið:
Ó rauði liturinn.... Fallegi fallegi rauði liturinn!!!!
Þarf Frökenin að útlista þetta eitthvað nánar??? Ef lesendur Fabjúlössar eru jafn hrifin af rauðum vörum og dívan sjálf er, þá eru Maleficent varalitirnir málið!
Bæði varaliturinn (True Love's kiss) og glossinn (Anthurium) eru limited edition og koma með fallega rauðum varalitablýant (Kiss Me Quick). Um þessa dásemd er í raun ekki mikið hægt að básúna, þannig að Fröken Fabjúlöss segir bara "GEMMÉR!!"
Naglalökkin:
Maleficent línan inniheldur 3 naglalökk, hvert öðru fallegra!
Nocturnelle: Sótsvart og suddalega fallegt!
Flaming Rose: Fröken Fabjúlöss skilst að þetta naglalakk sé ekki bara yndislega rautt, heldur sé það betur þekjandi heldur en gengur og gerist með svona rauð lökk!
Uninvited: Mjög hlutlaus "nude" litur með smá perluáferð.
Svo inniheldur línan einnig andlitsvörur sem Frökenin í raun getur ekki skeggrætt almennilega án þess að fá að prufa, en hérna er upptalning á þeim vörum: prep+prime highlighter, sculpting púður, penultimate eyeliner penni, aungabrúnablýantur og gerfiaugnhár eins og sjá má á myndinni hér að neðan:
Frökenin er bara nokkuð spennt fyrir Maleficent línunni frá MAC og mælir eindregið með því að þær sem hafi kost á, læði klónum yfir eitthvað af vörunum úr þessari línu, helst mælir Frökenin þó með augnskuggapallettunni!