Innköllun á heimaslátruðu lambakjöti

Matvælastofnun vekur á heimasíðu sinni athygli á innköllun framleiðandans Birkihlíðar í Skagafirði á heimaslátruðu lambakjöti sem selt var á bændamarkaði á Hofsósi 30. september sl. Ástæða innköllunar er að slátrun fór ekki fram í viðurkenndu sláturhúsi og heilbrigðisskoðun var ekki framkvæmd af opinberum dýralækni.

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sagði frá því í þættinum Í bítið fyrir skömmu að um svokallaða örslátrun hefði verið að ræða og til þess gerð að vekja athygli á þeim möguleika að bændur gætu slátrað heima á löglegan hátt. En til þess þyrfti reglubreytingu og er Matís í mun að reglugerðarumhverfið verði rýmra, bændum og neytendum til hagsbóta.

Þeir sem kunna að hafa kjötið undir höndum geta skilað vörunni til Birkihlíðar, 551 Skagafirði gegn endurgjaldi.

Vara sem innkölluð er eftirfarandi:

Vöruheiti: Lambakjöt
Vörumerki: Birkihlíð
Pökkunardagsetning: 29. sep 2018
Lýsing: Loftæmdar umbúðir
Geymsluskilyrði: Kælivara (0-4°C)
Dreifing: Bændamarkaður Hofsósi 30. sep 2018
Framleiðandi: Birkihlíð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir