Ipad kennslustund með aðstoð 8. bekkjar
feykir.is
Skagafjörður
12.01.2015
kl. 08.39
Á þessari önn tekur 8. bekkur Árskóla þátt í að þróa Ipad kennslu og nám með nokkrum kennurum skólans. Í síðustu viku var fyrsta kennslustundin þar sem 8. bekkkingar fengu kennslu maður á mann gegnum Ipadinn með forritinu Nearpod.
„Þetta vakti mikla lukku og tóku krakkarnir þessum nýju kennsluháttum fagnandi. Er það von okkar að áframhaldið verði með sama hætti og að allir eigi eftir að taka þessari þróun með jákvæðni að leiðarljósi,“ segir í frétt á heimasíðu skólans.