Ísbjörnin færður um set í Minjahúsinu

Ísbjörninn sem hefur verið í Minjahúsinu á Sauðárkróki hefur nú fengið fastan samastað í húsinu, samkvæmt vef Byggðasafnsins. Björninn, sem felldur var við Þverárfjallsveg sumarið 2008, verður að láni frá Náttúrustofnun Íslands næstu tvö sumur.

Hvítabirnir, sem eru stærstu rándýr jarðar, hafa oft hrakist til Íslands gegnum aldirnar á rekís. Þessi björn er sá fyrsti á þessari öld sem vitað er um,“ segir á vefnum.

Minjahúsið er opið alla daga kl. 12-19.

Fleiri fréttir