Íslandsmeistaratitillinn er undir í kvöld

Það var sæmilegasta röð eftir miðum á leikinn en þeir fóru í sölu í gærkvöldi. MYND: JÓI SIGMARS
Það var sæmilegasta röð eftir miðum á leikinn en þeir fóru í sölu í gærkvöldi. MYND: JÓI SIGMARS

Var einhver búinn að gleyma leiknum í kvöld? Nei, líklega ekki. Það er sól og nánast logn á Króknum enda vilja allir taka þátt í þessari veislu. Að sjálfsögðu er löngu uppselt á leikinn en þeir miðar sem í boði voru fóru í sölu kl. 19 í gærkvöldi í íþróttahúsinu og var farið að móta fyrir röð fjórum tímum fyrir opnun. Planið verður opnað þremur tímum fyrir leik eða kl. 17:00 og þar ætti engum að leiðast.

Á planinu sunnan íþróttahússins verður hægt að nálgast drykki, hamborgara, Tindastólsvarning, gott veður og sturlaða skemmtidagskrá!

17:30 - Sæþór Már ásamt hljómsveit
18:00 - Ágúst Brynjarsson
18:15 - Úlfur Úlfur
18:30 - Auðunn Blöndal og Sverrir Bergmann

Síkið verður svo opnað kl. 19 og leikurinn hefst kl. 20:00.

Stuðningsmönnum Tindastóls sem ekki verða í Síkinu er bent á að fjölmenna á Kaffi Krók á Sauðárkróki og Ölver í Reykjavík þar sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu.

„Hvort sem þið eruð á leiknum, heima í stofu, erlendis, á Kaffi Krók, Ölver - hvar sem þið eruð, deilið stundinni með okkur með því að merkja okkur í færslum á samfèlagsmiðlum. Við erum Tindastóll! Hvetjum liðið okkar áfram og styðjum strákana til sigurs með einstakri Síkisstemningu! Síki má ég heyra!!!“ segir í hvatningu á síðu Tindastóls.

Megi svo betra liðið vinna og munum að mæta í góða skapinu og haga okkur fallega.

Fleiri fréttir