Íslandsmeistari í hástökki

Skagfirðingar stóðu sig mjög vel á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, sem fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 25.-26. febrúar. Þeir urðu í 5. sæti af 19 liðum í samanlagðri stigakeppni og kom Fríða Isabel Friðriksdóttir, 14 ára, heim með gullið og varð Íslandsmeistari í hástökki.

Mótið var vel sótt, samkvæmt heimasíðu Tindastóls, með um 360 keppendur frá 19 félögum og samböndum.  Flestir keppendur komu frá ÍR eða 61, FH 44 talsins, HSK/Selfoss 36, Breiðablik 31, UMSE 28 og frá UMSS og Fjölni með 23 keppendur.

Keppendur UMSS unnu 1 gull, 3 silfur og 5 bronsverðlaun. Þeir sem unnu til verðlauna voru:

Fríða Isabel Friðriksdóttir (14) varð Íslandsmeistari í hástökki (1,58m).  Hún varð einnig í 2. sæti í 60m grindahlaupi og langstökki, og 3. sæti í 60m hlaupi.
Berglind Gunnarsdóttir (11) varð í 2. sæti í kúluvarpi.
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (14) varð í 3. sæti í hástökki.
Gunnar Freyr Þórarinsson (13) varð í 3. sæti í kúluvarpi.
Sæþór Már Hinriksson (12) varð í 3. sæti í langstökki.
Stúlknasveit UMSS (14) varð í 3 sæti í 4x200m boðhlaupi.  Í sveitinni voru Þórdís Inga Pálsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Fríða Isabel Friðriksdóttir.

Úrslit í samanlagðri stigakeppni mótsins:

1. FH 432 stig, 2. ÍR 422, 3. HSK/Selfoss 336,8 stig, 4. Breiðablik 278,5 stig,  5. UMSS 192,5 stig, 6. Fjölnir 169,5 stig.

 

Fleiri fréttir