Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöll

Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi. Seinasta stóra stóra landbúnaðarsýning var haldin í Höllinni 1968 eða fyrir 50 árum. Sú sýning var einstaklega vel sótt af borgarbúum og bændum.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni og hafa þegar um 100 sýningaaðilar pantað bása bæði á úti- og innisvæði og allt uppselt. Að sögn Ólafs kom mest á óvart hversu fjölbreyttur landbúnaður er stundaður á Íslandi: „Það eru ekki bara okkar fjölbreyttu og hreinu matvæli sem streyma frá íslenskum býlum heldur stunda bændur ferðaþjónustu í æ meira mæli og líka skógrækt, orkuframleiðslu og hvers kyns heimilisiðnað og allt verður þetta kynnt á sýningunni. Það verður ekki bara hægt að smakka og kynnast nýjungum í íslenskri matvælaframleiðslu heldur líka nýjustu tækjum og tólum og ýmsu fleiru. Og svo verður afar áhugaverð fyrirlestradagskrá.“
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.