Íþróttamiðstöðin á Blönduósi opnaði í morgun

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi. Mynd: Facebooksíða Íþróttamiðstöðvarinnar Blönduósi.
Íþróttamiðstöðin á Blönduósi. Mynd: Facebooksíða Íþróttamiðstöðvarinnar Blönduósi.

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi opnaði á ný í morgun, föstudaginn 22. maí. Flísaviðgerðum á sundlauginni er ekki lokið enn og verður hún því ekki opnuð strax. Í dag verður opið í potta, vaðlaug, köldu körin og gufuna. Þreksalurinn opnar svo næsta mánudag, 25. maí, klukkan 6:30.

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar til 1. júní verður þessi:

Mánudaga og miðvikudaga kl. 6:30 - 21:00
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7:45 - 21:00
Föstudaga kl. 6:30 - 17:00
Laugardaga kl. 10:00 - 16:00
Sunnudaga kl. 10:00 - 16:00

Gestir eru beðnir að kynna sér þær takmarkanir sem gilda vegna COVID faraldursins en þær má finna á Facebooksíðu Íþróttamiðstöðvarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir