Já nú minnir svo ótal MAC á jólin!!!!

Nú er tími Fröken Fabjúlöss óðum að ganga í garð! Glimmer, gull, skraut, ljósadýrð og demantar í hinum ýmsustu útgáfum eru eitt af því sem Fab tilbiður við þennann tíma, og uppúr miðjum október er Frökenin farin að iða eins og lítið barn í nammibúð, bíðandi eftir því að geta gefið sínum innri jólahomma lausann tauminn.

Einn af þeim jólafyrirboðum sem Fröken Fab er löngu farin að treysta á, og bíður alltaf á sætisbrúninni eftir að mæti á svæðið er jólalínan frá MAC! Fátt finnst Frökeninni fallegra og þegar jólalína MAC hefur litið dagsins ljós vitum við hérna í förðunarhorni Fabjúlössmans að jólin eru svo sannarlega að koma!

Og þar sem Frökenin sér fram á það að fá eitthvað af jólaMAC 2014 í hendurnar í næstu viku ákvað hún að fara í gegnum jólalínur seinustu ára til að reyna að stytta biðina. Jólalínurnar frá MAC eru samt farnar að vera ansi risavaxnar, og tók Fab þá ákvörðun að best væri að reyna nokkurnveginn að halda sig við að sýna pallettuboxin á milli ára, annars yrði hún langt fram á næsta haust að fara yfir þetta allt saman!

2013 Að mati Fabjúlöss útlitslega séð ein af síðri pallettunum að því leitinu til að Fab finnur ekki mikið fyrir jólaskapi í hönnuninni... En litirnir eru gordjöss! 2013
Að mati Fabjúlöss útlitslega séð ein af síðri pallettunum að því leitinu til að Fab finnur ekki mikið fyrir jólaskapi í hönnuninni... En litirnir eru gordjöss!

Árið 2012 var einhvernveginn allt við jólalínuna frá MAC sem minnti Frökenina á Edward Scissorhands, svona smá pastel sixtís fílíngur í umbúðunum. Ótrúlega falleg hönnun! Árið 2012 var einhvernveginn allt við jólalínuna frá MAC sem minnti Frökenina á Edward Scissorhands, svona smá pastel sixtís fílíngur í umbúðunum. Ótrúlega falleg hönnun!

2011 Snjóbolta/glimmerfílíngur þetta árið og Frökenin ekki beint fúl yfir því! Einnig var partur af jólalínunni þetta árið glær jólakúla sem hægt var að hengja á jólatréð, sem innihélt 4 pigment, ef Frökenina minnir rétt! 2011
Snjóbolta/glimmerfílíngur þetta árið og Frökenin ekki beint fúl yfir því! Einnig var partur af jólalínunni þetta árið glær jólakúla sem hægt var að hengja á jólatréð, sem innihélt 4 pigment, ef Frökenina minnir rétt!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árið 2010 var hálandaþemað í hámarki, sem passar alltaf svo snilldarvel við jólin, enda er alltaf eitthvað undarlega jólalegt við köflótt, sérstaklega ef það er grænt og rautt. Frökenin var virkilega sátt 2010!

Einhvernveginn missti Frökenin úr slag þarna árið 2009 (og er hrædd um að yfirboðarar MAC hafi gert það líka) þar sem hún man varla eftir þessu lúkki. Árið 2009 fellur í sömu kategoríu og 2013 útlitslega séð. Einhvernveginn missti Frökenin úr slag þarna árið 2009 (og er hrædd um að yfirboðarar MAC hafi gert það líka) þar sem hún man varla eftir þessu lúkki. Árið 2009 fellur í sömu kategoríu og 2013 útlitslega séð.

Glorious!!! Dásamlegt!! Yndislega fallegt rúbínþema í gangi 2008 og er Frökenin ennþá að sparka afturendann á sjálfri sér fyrir að hafa ekki keypt eitthvað þetta árið! Glorious!!! Dásamlegt!! Yndislega fallegt rúbínþema í gangi 2008 og er Frökenin ennþá að sparka afturendann á sjálfri sér fyrir að hafa ekki keypt eitthvað þetta árið!

 

 

Þar sem Fröken Fabjúlöss er sökker fyrir öllu sem minnir á einhvern hátt á Viktoríutímabilið (sérstaklega ef það er kóróna á því) þá er jólalínan 2007 ein af þeim flottari hönnunarlega séð, enda fjárfesti dívan í öllum pallettunum þetta árið! Guðdómlega fallegir litir í þokkabót! Þar sem Fröken Fabjúlöss er sökker fyrir öllu sem minnir á einhvern hátt á Viktoríutímabilið (sérstaklega ef það er kóróna á því) þá er jólalínan 2007 ein af þeim flottari hönnunarlega séð, enda fjárfesti dívan í öllum pallettunum þetta árið! Guðdómlega fallegir litir í þokkabót!

Árið 2006 var smá svona Boudoir fílíngur í gangi, lúkkið á pallettunum svart með blúndum og svona dúlleríissteinum sem héngu í þeim. Gordjöss, algjörlega!!! Árið 2006 var smá svona Boudoir fílíngur í gangi, lúkkið á pallettunum svart með blúndum og svona dúlleríissteinum sem héngu í þeim. Gordjöss, algjörlega!!!

2005: Nú fór Frökenin að lenda í vandræðum með að finna myndir... En jólalína MAC 2005 var mjög litrík og falleg! En þar sem nánast ómögulegt virðist að finna myndir af jólalínum MAC fyrir 2005 ákvað Frökenin að láta hér staðar numið. 2005: Nú fór Frökenin að lenda í vandræðum með að finna myndir... En jólalína MAC 2005 var mjög litrík og falleg! En þar sem nánast ómögulegt virðist að finna myndir af jólalínum MAC fyrir 2005 ákvað Frökenin að láta hér staðar numið.

Fleiri fréttir