Jafntefli á Blönduósvelli

Börn í 8. flokki ásamt leikmönnum. Mynd: Róbert Daníel Jónsson
Börn í 8. flokki ásamt leikmönnum. Mynd: Róbert Daníel Jónsson

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Kormáks/Hvatar gegn Létti endaði með jafntefli, 2 – 2. Frábær mæting var á völlinn þrátt fyrir mígandi rigningu. Mikil stemmning var á vellinum og leiddu börn í 8. flokki Hvatar leikmenn inn á völlinn.

Fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu eftir sjálfsmark Léttismanna en skömmu síðar hlaut Ingvi Rafn Ingvarsson rautt spjald fyrir mistök inni í markteig. Léttir skoraði örugglega úr vítaspyrnu. Seinna mark Léttismanna kom þremur mínútum seinna. Eftir seinna mark Léttis mátti ekki sjá á liði heimamanna að þeir spiluðu einum færri. Seinni hálfleikur byrjaði af krafti og á 65. mín skoraði Jón Gylfi Jónsson fyrir heimamenn. Þó nokkuð var um góð færi heimamanna sem ekki rötuðu í markið. 

Næsti heimaleikur Kormáks/Hvatar fer fram á Hvammstangavelli, laugardaginn 30. júní kl. 14.

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir