Jerome Hill til liðs við Stólana

Framherjinn Jerome Hill gengur til liðs við Stólana.
Framherjinn Jerome Hill gengur til liðs við Stólana.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls  losaði Darren Townes undan samningi á föstudaginn, eins og greint var frá á Feyki.is í morgun. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig um helgina. Félagið hefur komist að samkomulagi við Jerome Hill um að hann leiki með félaginu í Domino's deildinni.

„Bindur stjórn KKD miklar vonir við það að Jerome Hill sé sá leikmaður sem félagið hafi verið að leitast eftir,“ sagði Stefán í samtali við Feyki.

Jerome Hill er 198 sm hár framherji sem kemur úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum og lék hann þar með Gardner-Webb háskóla (big South conference). Hann var 4 stigahæsti leikmaður í deildinni með um 19 stig að meðaltali og frákastahæstur með 10.1 fráköst í leik.

Hér að neðan er video með kappanum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir