Jóhann Rúnar Skúlason ræktandi ársins í Danmörku

Skagfirðingurinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn ræktandi ársins í Danmörku. Þetta kemur fram á vef Hestafrétta en þar segist Jóhann Rúnar að hann hafi verið með efstu hrossin í þremur flokkum.

Hrossin voru Snarfari frá Slippen, hann var hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn og hlaut 8.46 í aðaleinkunn. Líf frá Slippen var hæst dæmda 5 vetra hryssan með 8.40 í aðaleinkunn og loks Brodir frá Slippen var hæst dæmdi  4 vetra stóðhestur Danmerkur 2014 með 8.23 í aðaleinkunn.

Jóhann Rúnar var jafnframt spurður út í HM og þátttöku hans á því móti: „Ætli ég verði ekki bara í stúkunni í þetta skiptið þar sem ég er bara með trippi, og er ekki bara kominn tími að einhver annar taki við?“ svarar Jóhann Rúnar loks í samtali við Hestafréttir.

Fleiri fréttir