Jólabasar í Skagabúð

Frá jólabasar 2016. Mynd af FB síðu kvenfélagsins Heklu.
Frá jólabasar 2016. Mynd af FB síðu kvenfélagsins Heklu.

Jólabasar kvenfélagsins Heklu verður haldinn í Skagabúð sunnudaginn 3. desember frá kl: 14-17. Þar verður ýmislegt til sölu, s.s jólakort og pappír, gott úrval af heimaunni vöru og handverki.

Í tilkynningu frá kvenfélaginu Heklu verður á boðstólum gegn vægu gjaldi, heitt súkkulaði, piparkökur, rósettur og muffins.  

Hægt er að panta söluborð hjá Árnýju í síma 4522745, þar sem stórt borð kostar 2.000 kr. og lítið 1.500 kr.

Vakin er athygli á því að ekki eru tekin greiðslukort .

„Verið hjartanlega velkomin að eiga með okkur notalega aðventustund,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir