Jóladagskrá á bókasafninu á Blönduósi

Það verður margt skemmtilegt um að vera á Héraðsbókasafninu á Blönduósi fyrir jólin fyrir hina ýmsu aldurshópa, s.s. bókakynningar, bókabíó og jólaföndur.

Mánudaginn 26. nóvember klukkan 17:00 verður haldin bókakynning. Þar mun Sigurður Pétursson kynna bókaútgáfuna Merkjalæk og þær bækur sem komið hafa út á vegum hennar. Þsð verður heitt á könnunni og allir eru velkomnir.

Mánudaginn 10. desember klukkan 17:00 verður bókabíó. Þá les Kolbrún Zophoníasdóttir úr bókinni Rummungur ræningi eftir Ottfried Preussler og myndum verður varpað á vegg.

Miðvikudaginn 12. desember milli klukkan 16:00 og 18:00 verður föndrað fyrir jólin. Hægt verður að fá föndurefni á staðnum og eru allir velkomnir í jólakósý með jólatónlist, jólatré, jólaföndri og piparkökum.

Héraðsbókasafnið á Blönduósi er opið mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga kl. 14:00 – 18:00 og þriðjudaga kl. 10:00 – 16:00.

Hægt er að fylgjast með safninu á Facebook: Héraðsbókasafn A-Hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir