Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks fellur niður

Frá jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks í fyrra. Mynd: ÓAB.
Frá jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks í fyrra. Mynd: ÓAB.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks hefur ákveðið að árlegt jólahlaðborð klúbbsins, sem verið hefur í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og notið mikilla vinsælda, verði ekki haldið á þessu ári. Ástæðan kemur fáum á óvart þar sem kórónuveiran hefur verið að gera usla í samfélaginu og staðan grafalvarleg.  

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi sl. laugardag, 31. október 2020 og gildir til og með 17. nóvember nk. en þar segir að hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru tíu, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þessi fjöldatakmörkun á þó ekki við um heimilisfólk á heimili sínu.
Við útfarir mega allt að 30 einstaklingar vera viðstaddir, en í erfidrykkjum gildir hefðbundin fjöldatakmörkun, 10 einstaklingar í rými.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir