Jólasveinar í óvæntri heimsókn

Mynd af vef FNV

Síðasta dag kennslu á haustönn sáust nokkrir jólasveinar skakklappast um ganga Fjölbrautaskólans en þeir gaukuðu ýmsu góðgæti að nemendum og kennurum við allmikla gleði hinna síðarnefndu.


Engin skýring fékkst þó á því hví þeir væru á ferð í lok nóvember en þeir sáust þó einnig á Kirkjutorginu á laugardaginn áður en þeir hurfu aftur á fjöll. Ekki eigum við von á jólasveinum í bæinn fyrr en 12. desember en eins og allir vita eru þeir óútreiknanlegir og geta komið á ólíklegustu tímum.

Fleiri fréttir