Jólatónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.

Söngnemendur úr Tónlistaskóla Húnaþings vestra koma fram og Ragnar Gunnlaugsson flytur hugvekju. Að loknum tónleikum verður veislukaffi í safnaðarheimilinu.

Fleiri fréttir