Jólatónleikar Lóuþræla
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
17.11.2014
kl. 10.59
Karlakórinn Lóuþrælar er nú óðum að æfa fyrir sína árlegu jólatónleika. Að þessu sinni verða haldnir þrennir tónleikar í Húnaþingi vestra, allir í desember. Verða þeir sem hér segir:
Miðvikudaginn 10. desember á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
Fimmtudaginn 11. desember í Barnaskólanum á Borðeyri
Miðvikudaginn 17. desember í Félagsheimilinu á Hvammstanga