Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún.

Tónlistarskóli A-Hún stendur fyrir tónleikum á aðventunni eins og hefð hefur skapast fyrir og voru þeir fyrstu haldnir í gær í Hólaneskirkju á Skagaströnd og þóttu takast vel.

Í dag verður svo stemningin á Húnavöllum og hefst kl. 14:30 og á Blönduósi verða svo lokatónleikarnir í Blönduóskirkju, fimmtudaginn 9. desember, kl. 17:00.

Að auki eru allir velkomnir á söngstund söngdeildarinnar sem verður í Blönduóskirkju, sunnudaginn 12. desember, kl. 20:00.

Fleiri fréttir