Jólatónleikar Tónlistarskóla Húnaþings vestra
Jólatónleikar Tónlistarskóla Húnaþings vestra verða haldnir í grunn- og leikskólanum á Borðeyri 8. desember kl. 15:00 og í Félagsheimilinu á Hvammstanga 13. desember kl. 13:00, kl. 14:30 og kl. 16:00.
„Allir eru hjartanlega velkomnir. Foreldrar eru beðnir að leggja til kaffibrauð og foreldrafélag tónlistarskólans verður með kakóveitingar,“ segir á facebook-síðu Grunnskóla Húnaþings vestra.