Jón sigraði á Húnavökumótinu

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Eyþór Franzson Wechner, formaður GÓS, Marteinn Óli Reimarsson, Jóhann Ingi Hjaltason, Jón Jóhannsson og Ingibergur Guðmundsson. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU GÓS
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Eyþór Franzson Wechner, formaður GÓS, Marteinn Óli Reimarsson, Jóhann Ingi Hjaltason, Jón Jóhannsson og Ingibergur Guðmundsson. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU GÓS

Húnahornið segir af því að Húnavökumót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi fór fram á Vatnahverfisvelli síðastliðinn laugardag í ljómandi góðu veðri. Fimmtán keppendur voru skráðir til leiks og var mótið bæði skemmtilegt og spennandi frá upphafi til enda. Það fór svo að lokum að Jón Jóhannsson úr GÓS stóð uppi sem sigurvegari með 38 punkta.

Í öðru sæti varð Ingibergur Guðmundsson úr Golfklúbbi Skagastrandar með 36 punkta og í þriðja sæti varð Marteinn Óli Reimarsson úr GÓS með 35 punkta.

Nándarverðlaun á 2. braut hlaut Jóhann Ingi Hjaltason úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir