Jón Þór Eyþórsson ráðinn viðburðarstjóri Húnavöku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
17.04.2019
kl. 16.37
Blönduósbær hefur ráðið Jón Þór Eyþórsson sem viðburðarstjóra fyrir Húnavöku 2019, en Jón Þór var valinn úr hópi ellefu umsækjenda sem sóttu um starfið, sem var auglýst í mars sl.
Í tilkynningu frá Blönduósbæ segir að Jón Þór hafi yfirgripsmikla reynslu á þessu sviði, viðburðarstjórnunar, verkefnastýringar og markaðsmála, en hann mun sjá um undirbúning, skipulagningu dagskrár og framkvæmd fyrir HÚNAVÖKU 2019, sem nú er haldinn 18. – 21. júlí, ásamt öðrum sem koma þurfa að málum.
Menningar-, íþrótta og tómstundanefnd Blönduósbæjar fagnar ráðningu viðburðarstjóra og vonast eftir góðu samstarfi við Jón Þór, og að HÚNAVAKA 2019, verði eftirminnileg hátíð, segir í tilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.