Jónsmessuhátíð á næsta leyti

Undirbúnings nefnd hinnar sívinsælu Jónsmessuhátíðar á Hofsósi hefur nú sent frá sér dagskrá hátíðarinnar í ár, sem haldin verður dagana 20.-22. Júní. Að sögn Kristjáns Jónssonar, sem er í undirbúningsnefnd hátíðarinnar, verður hátíðin með hefðbundnu sniði og er sem fyrr lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna skemmtun og að fólk skemmti sér fallega.

Hátíðin hefst með félagsmóti Svaða og eftir það verður farin Jónsmessuganga sem að þessu sinni er um þorpið, undir leiðsögn Þórdísar Friðbjörnsdóttur. Þá verður boðið upp á hina rómuðu kjötsúpu og kvöldvöku í Höfðaborg. Föstudagskvöldið endar svo á opnu húsi þar sem Þórunn og Halli leika fyrir dansi.

Á laugardagsmorgninum taka knattspyrnumenn fram takkaskóna og keppa í tveimur deildum. Einnig verða myndasýningar, tjaldmarkaðir og leiktæki á sínum stað, ásamt hópreið hestamannafélagsins Svaða. Þá verður keppt í góðakstri dráttarvéla og boðið upp á stórdansleik í Höfðaborg á eftir, þar sem Matti Matt og vitleysingarnir leika fyrir dansi.

 

Fleiri fréttir