Kaffihlaðborð í Skagabúð

Mynd af FB síðu Kvenfélagsins Heklu.
Mynd af FB síðu Kvenfélagsins Heklu.

Kvenfélagið Hekla verður með sitt sívinsæla og margrómaða kaffihlaðborð í Skagabúð á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 14:00-17:00. Í tilkynningu frá félaginu segir að aðgangseyrir sé 1.700 kr. fyrir 13 ára og eldri, 1.000 kr. fyrir 7-12 ára en frítt fyrir 6 ára og yngri. Ekki er hægt að greiða með korti.​

Konurnar í Heklu hlakka til að sjá sem flesta í þjóðhátíðarskapi næsta laugardag.

Fleiri fréttir