Kalkþörungaverksmiðja í Húnaflóa?

10 – 15 manna vinnustaður gæti orðið til verða hugmyndir að væntanlegri kalkþörungaverksmiðju á Hvammstanga að veruleika.

-Það voru gerðar rannsóknir á þessu á árum 2001 – 2005 og við erum að reyna að koma málinu aftur á hreyfingu og dusta þar með  rykið af þessari hugmynd sem þó er á byrjunarstigi, segir Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV.

Kalkþörunganámur sem taldar eru vera í vinnanlegu magni  má finna í Hrúta- og Miðfirði þannig að ef til kæmi er líkleg staðsetning verksmiðjunnar á Hvammstanga. Horft er til að þarna gæti mögulega orðið til 10 – 15 manna vinnustaður.

Fleiri fréttir