Kammerkór FNV

Sex kennarar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa stofnað kammerkór FNV en í tilkynningu til nemenda á heimasíðu skólans skora kennararnir á nemendur að ganga til liðs við kórinn.

Óska kennararnir bæði eftir nemendur sem eru tilbúnir að syngja með þeim og ekki síður nemendum sem eru til í að sjá um undirspil fyrir kórinn. Áhugasamir eiga að hafa samband við Eric Fissers kennara við skólann.

Fleiri fréttir