Karfan að byrja aftur eftir jól
Þá er körfuknattleikstímabilið að hefjast aftur eftir jólafrí. Á morgun, laugardaginn 9. janúar, verða tveir heimaleikir í yngri flokkunum. Klukkan tvö mætir 9. flokkur karla liði KR í bikarkeppninni og síðan kl. 4 er leikur Tindastóls og Grindavíkur í unglingaflokki.
Á sunnudaginn verður svo meistaraflokkurinn í Grindavík og leikur þar við heimamenn. Kenney Boyd leikur þar sinn fyrsta leik og verður fróðlegt að sjá hvernig hann fellur inn í liðið.
Síðan eru tveir heimaleikir í röð. Fyrst gegn Njarðvík fimmtudaginn 14. janúar og síðan koma Grindvíkingar í heimsókn í Subway bikarnum sunnudaginn 17. janúar. Báðir leikir hefjast kl. 19:15.