Kátt í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu KR – FeykirTV
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.01.2015
kl. 10.20
Það var mögnuð stemning í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, í gærkvöldi þegar Tindastóll tók á móti KR og varð fyrsta liðið til að vinna KR í Dominos-deild karla í vetur. Jafnt var á milli liðanna þegar aðeins voru 13 sekúndur voru eftir af leiknum en Stólarnir tóku sig til og unnu með þriggja stiga mun, lokatölur 81-78.
Síkið, sem sagt hefur verið erfiðasti útivöllur á Íslandi, var stútfullt af stuðningsmönnum Stólanna sem hvöttu liðsmenn til dáða. Talnaglöggir áætla að áhorfendur hafi verið á bilinu 600-900 talsins en frítt var á leikinn í boði K-Taks.
FeykirTV fylgdist með leiknum og fangaði þá rafmögnuðu stemningu sem ríkti í húsinu.
http://youtu.be/wmQltgpBQOQ