Kaupfélag Skagfirðinga eignast M-veitingar

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samruna Kaupfélags Skagfirðinga svf. og M-veitinga ehf. sem annast hefur rekstur Metro-hamborgarastaðanna á höfuðborgarsvæðinu. Í samrunaskrá kemur fram að þann 31. október 2020 hafi fyrirtækin undirritað samning um kaup KS á öllu hlutafé í M-veitingum. Kaupin séu hluti af uppgjöri skulda Álfasögu ehf., systurfélags M-veitinga, og Guma ehf. gagnvart KS og dótturfélögum þess.

Fram kemur í samrunaskrá að starfsemi M-veitinga sé fólgin í rekstri veitingastaða, nánar tiltekið skyndibitastaða og rekur félagið tvo veitingastaði,  
annan á Suðurlandsbraut 56 í Reykjavík og hinn á Smáratorgi í Kópavogi. Félagið hefur hvorki bein né óbein yfirráð í öðrum félögum. M-veitingar er að fullu í eigu Guma ehf. sem jafnframt á allt hlutafé í Álfasögu ehf., sem aftur eigi allt hlutafé í Einn tveir og elda ehf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir