Kaupum Neyðarkallinn
Björgunarsveitir á Norðurlandi vestra munu um helgina ganga í hús og selja í fyrirtækjum Neyðarkall Björgunarsveitanna. Á Sauðárkróki vera björgunarsveitarmenn í Skagfirðingabúð milli fjögur og sjö í dag. Gengið verður í hús á sunnudagskvöld og þriðjudagskvöld.
Björgunarsveitir á Norðurlandi vestra hafa síðast liðinar vikur þó nokkuð komist í fréttir, í það minnsta á feykir.is enda eru sveitirnar reglulega kallaðar út til ýmissa björgunarstarfa þar sem dýrum jafn sem fólki er komið til aðstoðar.
Enginn verðabólga er hjá Björgunarsveitunum og kostar því kallinn 1000 krónur líkt og tvö síðast liðin ár. Að þessu sinni er kallinn með björgunarvesti og því tilvalið að safna allri fjölskyldunni.