Kjör í embætti og nefndir á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar
Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki í gær. Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og stjórnir stofnana sveitarfélagsins en athygli vekur að konur gegna embættum forseta, varaforseta og annars varaforseta næsta árið. Það var Sigríður Svavarsdóttir sem kjörin var forseti sveitarstjórnar, Sigríður Magnúsdóttir fyrsti varaforseti og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir annar varaforseti.
Aðalmenn byggðaráðs eru Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Bjarni Jónsson. Varamenn eru Viggó Jónsson, Gunnsteinn Björnsson og Hildur Þóra Magnúsdóttir. Stefán Vagn Stefánsson var kjörinn formaður og Sigríður Svavarsdóttir varaformaður. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir er áheyrendafulltrúi og varamaður áheyrnarfulltrúa er Sigurjón Þórðarson.
Kjörnir voru skrifarar sveitarstjórnar til eins árs í senn, tveir aðalmenn Bjarki Tryggvason og Sigríður Magnúsdóttur og tveir til vara, Gunnsteinn Björnsson og Bjarni Jónsson.
Kjör í nefndir
Í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd sitja næstu fjögur ár:
Aðalmenn: Gunnsteinn Björnsson, Viggó Jónsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir.
Varamenn: Gísli Sigurðsson, Hrund Pétursdóttir og Sigurjón Þórðarson
Áheyrnarfulltrúi: Hildur Þóra Magnúsdóttir
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Lilja Gunnlaugsdóttir
Barnaverndarnefnd:
Aðalmenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Hjalti Árnason, Ingimundur Guðjónsson og Árni Egilsson. Varamenn: Karl Lúðvíksson, Ingileif Oddsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Solveig Pétursdóttir.
Félags- og tómstundanefnd:
Aðalmenn: Bjarki Tryggvason, Halla Ólafsdóttir og Íris Baldvinsdóttir
Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Guðný H Axelsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Benjamín Baldursson
Fræðslunefnd:
Aðalmenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Guðný H. Axelsdóttir og Sigurjón Þórðarson
Varamenn: Bjarki Tryggvason, Bryndís Lilja Hallsdóttir og Hanna Þrúður Þórðardóttir
Áheyrnarfulltrúi: Björg Baldursdóttir
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Helgi Svanur Einarsson
Landbúnaðarnefnd:
Aðalmenn: Haraldur Þór Jóhannsson, Jóhannes Ríkharðsson og Valdimar Sigmarsson
Varamenn: Ari Jóhann Sigurðsson, Gunnar Valgarðsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Guðný Herdís Kjartansdóttir
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Jón G. Jóhannesson
Skipulags- og byggingarnefnd:
Aðalmenn: Viggó Jónsson, Ásmundur Pálmason, Hildur Þóra Magnúsdóttir.
Varamenn: Einar E Einarsson, Gísli Sigurðsson og Valdimar Sigmarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Guðni Kristjánsson.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Hanna Þrúður Þórðardóttir.
Umhverfis- og samgöngunefnd:
Aðalmenn: Sigríður Magnúsdóttir, Ari Jóhann Sigurðsson og Einar Þorvaldsson
Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Björg Baldursdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Steinar Skarphéðinsson
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Jón G. Jóhannesson
Veitunefnd:
Aðalmenn: Gísli Sigurðsson, Einar E Einarsson og Helgi Thorarensen
Varamenn: Haraldur Þór Jóhannsson, Viggó Jónsson og Leifur Eiríksson
Áheyrnarfulltrúi: Úlfar Sveinsson
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Íris Baldvinsdóttir
Samstarfsnefnd með Akrahreppi:
Aðalmenn: Gunnsteinn Björnsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Varamenn: Sigríður Svavarsdóttir og Hildur Þóra Magnúsdóttir
Nánari upplýsingar má nálgast í fundargerð á heimasíðu sveitarfélagsins.