Kjörstaður Húnabyggðar

Í Húnabyggð verður kosið í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi – Norðursal, gengið inn frá Melabraut. Íbúar fyrrum sveitarfélagsins Húnavatnshrepps kjósa nú í fyrsta sinn á nýjum kjörstað eftir sameiningu Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps. 

Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.

Kjósendum ber að framvísa persónuskilríki á kjörstað.

Kjörskrá Húnabyggðar liggur frammi á skrifstofu Húnabyggðar, frá og með 11. maí 2024 og til kjördags. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá þjóðskrá 24. apríl 2024. Opnunartími skrifstofu er frá kl. 09:00-15:00 alla virka daga.

Bent er á upplýsingavef http://www.kosning.is en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Kjósendur geta einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefslóðinni https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/forsetakosningar/

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár.

Yfirkjörstjórn Húnabyggðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir