Kjötafurðastöð KS í útrás til Kína
feykir.is
Skagafjörður
14.10.2008
kl. 09.53
Kjötafurðastöð KS hefur gert samning um sölu afurða til Asíu og gat afurðastöðin í framhaldinu hækkað útflutningsverð félgasins til bænda í króknur 306. Nú þegar hefur verið slátrað yfir 75000 dilkum og er meðalþyngd dilka 16,05 kg.
Í septembermánuði kom í nokkrra daga heimsókn til Kjötafurðastöðvarinnar Hr. K.C.LIn en hann er með aðsetur í Kína og hefur yfir að ráða öflugu sölu- og dreifingarneti í Asíu. TIl þess að byrja með er áætlað að senda 2 - 3 gáma til prufu og verður ákvörðun um áframhald tekin aftir því hvaða móttökur afurðirnar fá.