Klakkur með 100 tonn af þorski

Í gær  var landað úr Klakki SH-510 á Sauðárkróki en skipið var með um 100 tonn af þorski og 8 tonn af ufsa til vinnslu í frystihúsi FISK Seafood á Sauðárkróki og 3 tonn af karfa og 2 tonn af ýsu sem fer á markað í Reykjavík.  Þá eru 3.800 kíló af lifur sem fara til vinnslu á Akranesi.

Þetta kemur fram á hinni stórskemmtilegu heimasíðu hafnarinnar en þar er margskonar fróðleik að finna og m.a. má sjá veðrið á Sauðárkrókshöfn í rauntíma, flóðatöflu fyrir Sauðárkrók, ásamt öðrum gagnlegum heimasíðum.

Þegar þetta er skrifað er hitastigið á höfninni 5°C, og vest-norð-vestan 1,3 m/s og loftþrýstingur 1020mb og hægt stígandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir