Knattspyrnudeildir fá gott framlag frá KSÍ

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að veita knattspyrnuliðum á Íslandi 70 milljónir til barna- og unglingastarfs.  Þetta eru tekjur UEFA af Meistaradeild Evrópu ( Champions League )  2007-2008  og er hlutur íslenskra félaga 30 milljónir.  KSÍ bætir við 40 milljónum svo potturinn er alls 70 milljónir eins og fram hefur komið.

 

Öll lið í 2. deild sem eru með yngri flokka fá kr. 1.000.000.- í sinn hlut en í þeim hóp eigum við tvö lið, Hvöt og Tindastól.  Lið í 1. deild fá 1.500.000.- og lið í Landsbankadeildinni kr. 2.200.000.-  Ýmis önnur félög fá fjármagn m.a. Neisti á Hofsósi sem fær kr. 200.000. en þá upphæð fær sömuleiðs Fram á Skagaströnd.

-Við gerum ráð fyrir að nota þessa peninga til þes að geta greitt laun þjálfara okkar í vetur og haldið uppi öflugu barna starfi hér eftir sem hingað til, segir Róbert Óttarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls. -Við gerum ráð fyrir að erfiðara verði að fá almenna styrki og fjármagn en áður og því kemur þessi upphæð sér mjög vel, bætir hann við.

Fleiri fréttir