Kökubasar í Skagfirðingabúð
Kökubasar til styrktar Starfsmannafélagi Dvalarheimilisins á Sauðárkróki stendur nú sem hæst í Skagfirðingabúð.
Þær voru alsælar með viðtökurnar stúlkurnar sem stóðu við söluborðið og seldu kökur í gríð og erg í anddyri Skagfirðingabúðar í dag. Þegar blaðamaður smellti af þeim mynd voru örfáar kökur eftir svo nú fer hver að verða síðastur að næla sér í bita.