Kona féll af hestbaki við Blöndu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
14.07.2017
kl. 15.49
Björgunarsveitir frá Blönduósi og Skagaströnd voru kallaðar út klukkan eitt í dag vegna konu sem féll af hestbaki við Blöndu, í landi Kárastaða. Voru björgunarsveitarmenn komnir til konunnar milli klukkan tvö og hálfþrjú. Konan er með áverka á hné en að öðru leyti er líðan hennar stöðug. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja hana af vettvangi og fór TF-GNA í loftið laust fyrir klukkan þrjú og er væntanleg á staðinn fljótlega.