Konukvöld í sundlauginni á Hofsósi

Flotið í sundlauginni á Hofsósi. Mynd: Rakel Árnadóttir
Flotið í sundlauginni á Hofsósi. Mynd: Rakel Árnadóttir

Annað kvöld, miðvikudag 3. maí, verður haldið konukvöld Infinity Blue í sundlauginni á Hofsósi og hefst það kl. 21:00.
Þema kvöldsins verður núvitund, heilsa og útlit og eru konur á öllum aldri hvattar til að mæta með sundfötin og njóta kvöldsins en afnot af flothettum og öðrum áhöldum sem nýtast fólki til að fljóta sem best eru innifalin í aðgangseyri.

Einnig verður boðið upp á jóga í vatni, verslanirnar LottaK á Sauðárkróki og Kjólakistan á Siglufirði bjóða vörur til sölu og happdrættismiði fylgir með.

Aðgangseyrir er 3.500 krónur og bókunarsímar eru 867 2216 og 857 0783. /Fréttatilkynning

Fleiri fréttir