Kosið á milli fimm nafna á sorpmóttökustöð í Varmahlíð

Sorpmóttökustöðin í Varmahlíð í sumar. Mynd: Skagfjordur.is.
Sorpmóttökustöðin í Varmahlíð í sumar. Mynd: Skagfjordur.is.

Nú er hægt að velja á milli fimm nafna á nýju sorpmóttökustöðina í Varmahlíð en nýverið óskaði Sveitarfélagið Skagafjörður eftir hugmyndum Skagfirðinga um nafngift á hana. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að undirtektir fólks hafi verið afskaplega ánægjulegar því alls bárust inn 62 tillögur.

Umhverfis- og samgöngunefnd valdi fimm álitlegustu nöfnin að hennar mati og var opnað á atkvæðagreiðsluna sl. miðvikudag og stendur hún til klukkan 24:00 nk. sunnudag 9. nóvember. Nöfnin fimm sem kosið er um eru: Farga, Gípa, Henda, Snotra og Varma. Úrslit verða svo kynnt við formlega opnun stöðvarinnar laugardaginn 14. nóvember næstkomandi.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir