Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum

Í fréttatilkynningu sem send var út seinni partinn í gær segir að íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi lokaviku kosninganna eða rétt rúmlega 11%.

Þegar þetta er ritað hefur 61 kjósandi af 541 á kjörskrá í Dalabyggð kosið eða 11,3% . Í Húnaþingi vestra hafa 110 kjósendur af 981 á kjörskrá kosið eða 11,2%. Alls hefur því 171 kjósandi af 1.522 á kjörskrá skilað atkvæði eða 11,2%.

Á laugardag, lokadag kosninganna, verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 9:00-17:00 (sjá nánar um opnunartíma kjörstaða hér)

Samstarfsnefnd hvetur íbúa eindregið til að taka þátt í kosningunum.

Samkvæmt upplýsingum Feykis þá er ekki gerð nein lágmarkskrafa varðandi þátttöku í kosningunum. Einfaldur meirihluti þeirra sem greiða atkvæði ræður niðurstöðunni.

Fleiri fréttir