Kosningu líkur á morgun

Nú fer hver að verða síðastur að nýta kosningarétt sinn í íbúakosning um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Kjörfundur vegna íbúakosningar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra um sameiningu sveitarfélaganna fer nú að líða undir lok en kosning hófst þanni 28. nóvember sl. og líkur nú á morgun 13. desember 2025.

Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Hægt verður að fara og kjósa á morgun laugardgainn 13.desember í Félagsheimilinu Hvammstanga frá kl. 9:00 – 17:00 og í fundarsal í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 9:00 – 17:00.

Fleiri fréttir