Kósý aðventugleði hjá Sjálfsbjörg í Skagafirði

Aðventukvöld með dagskrá í tali og tónum verður haldið á í Húsi frítímans í kvöld, mánudaginn 1. desember kl. 20. Barnakór Varmahlíðarskóla ætlar að mæta á svæðið til að syngja jólalög, Sr. Sigríður Gunnarsdóttir flytur aðventuþanka og Endurhæfingardeild HSS verður færð gjöf.

„Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur flytja frumsamið efni í bland við jólalögin, Sylvía Sif Halldórsdóttir og Jónas Aron Ólafsson syngja okkur í jólastemninguna,“ segir m.a. um dagskrána í auglýsingu í Sjónhorninu.

Allir eru boðnir velkomnir í kósýheitin, boðið verður upp á konfekt, piparkökur, jólete og kaffi. Aðgangur ókeypis.

Fleiri fréttir