Kósý aðventukvöld

Næstkomandi mánudagskvöld stendur Sjálfsbjörg í Skagafirði fyrir aðventukvöldi í Húsi Frítímans. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í tali og tónum og eru Skagfirðingar hvattir til að fjölmenna og taka þátt í notalegri kvöldstund.

Við þetta tilefni verður endurhæfingardeild HSS færð gjöf og sr. Sigríður Gunnarsdóttir flytur hugvekju. Þá munu barnakór Varmahlíðarskóla syngja jólalög og Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur flytja frumsamið efni í bland við jólalögin.

Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á konfekt, piparkökur, jólate og kósýheit, eins og segir í tilkynningu frá Sjálfsbjörgu.

Fleiri fréttir