Kraftmiklar Krummavísur

Krummi svaf í klettagjá er íslensk þjóðvísa eftir Jón Thoroddsen og er lagið við vísuna í 4/4 takti í frýgískri tóntegund samkvæmt frjálsa alfræðiritinu Wikipedia. En á YouTube er hægt að sjá þýska hljómsveit flytja lagið á tóneikum á heldur kraftmeiri hátt en Íslendingar hafa átt að venjast hingað til.

Það er magnað að heyra þýskan þungarokkara fara með eftirfarandi texta. 

  • Krummi svaf í klettagjá,
  • kaldri vetrarnóttu á,
  • verður margt að meini
  • Fyrr en dagur fagur rann,
  • freðið nefið dregur hann
  • undan stórum steini.
  •  
  • Allt er frosið úti gor,
  • ekkert fæst við ströndu mor
  • svengd er metti mína.
  • Ef að húsum heim ég fer
  • heimafrakkur bannar mér
  • seppi´ úr sorp að tína.
  •  
  • Öll er þakin ísi jörð,
  • ekki séð á holtabörð
  • fleygir fuglar geta.
  • En þó leiti út um mó,
  • auða hvergi lítur tó;
  • hvað á hrafn að éta.
  •  
  • Á sér krummi ýfði stél,
  • einnig brýndi gogginn vel,
  • flaug úr fjallagjótum
  • Lítur yfir byggð og bú
  • á bænum fyrr en vakna hjú,
  • veifar vængjum skjótum.
  •  
  • Sálaður á síðu lá
  • sauður feitur garði hjá,
  • fyrrum frár á velli.
  • Krunk, krunk, nafnar, komið hér,
  • krunk, krunk, því oss búin er
  • krás á köldu svelli.

http://www.youtube.com/watch?v=W3i_3FmiBGk&feature=related

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir