Kristinn Kristófersson til FISK-Seafood
feykir.is
Skagafjörður
01.10.2018
kl. 10.45
Kristinn Kristófersson hefur verið ráðinn til FISK-Seafood. Auk almennra verkefna fyrir félagið mun Kristinn sinna sérstaklega starfsemi fyrirtækisins á Snæfellsnesi. Kristinn býr í Ólafsvík og starfaði áður hjá Deloitte. Sérsvið Kristins eru uppgjör og endurskoðun sjávarútvegsfyrirtækja.
Kristinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst en einnig er hann iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands af útvegssviði. Kristinn er kvæntur Auði Sigurjónsdóttur leikskólakennara og eiga þau saman þrjú börn.
/Fréttatilkynning frá FISK-Seafood ehf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.