Kristniboðamót um helgina
Kristniboðamót hefst á Löngumýri í Skagafirði klukkan 21:00 í kvöld en búast má við fjölbreyttri dagskrá alla helgina þar sem lögð verður áhersla á gott samfélag um Guðs orð og kynningu á kristniboði Íslendinga.
Ræðumenn og fyrirlesarar verða séra Helgi Hróbjartsson, Kari og Jóhannes Ólafsson, Agnes og Baldur Ragnarsson, Margrét Hróbjartsdóttir og Skúli Svavarsson.