Króksarinn, Kristín Þöll Þórsdóttir, leiðbeinir við saumaskapinn
feykir.is
Skagafjörður
29.03.2010
kl. 08.55
Þann 13. og 14. mars mættu átta konur í Farskólann á saumanámskeið. Námskeiðið var auglýst í Námsvísi vorannar. Fyrri daginn voru konurnar í Árskóla og þann seinni í Farskólanum sjálfum.
Konurnar tóku upp snið og saumuðu nýjar flíkur og breyttu gömlum fötum í ný, undir leiðsögn Kristínar.
Námskeiðið stendur til boða á öllu Norðurlandi vestra