KS/Tindastóll/Hvöt keppir til úrslita í 3. flokki
Þá er komið að því hjá strákunum í 11 manna liði KS/Tindastóll/Hvöt að spila við Fjarðarbyggð þann 28.08. á Blönduóssvelli. Þarna verður um hreinan úrslitaleik í riðlinum að ræða þar sem liðið vann Völsung á heimavelli í síðustu viku.
Liðið er búið að tapa einum leik, við Völsung úti, gera eitt jafntefli við Fjarðarbyggð úti en unnið leiki heima og heiman við Hött, Sindra og KA. Fjarðarbyggð á eftir að keppa við Völsung og KA en Fjarðarbyggð hefur tapað jafn mörgum stigum og okkar lið í riðlinum.
Í 7 manna boltanum hefur ekki gengið alveg eins vel en samt ótrúlega vel framan af sumri en í síðustu leikjum töpuðust 8 stig og það munar um minna. Síðan vann liðið Völsung sigurvegara riðilsins í síðasta leiknum.
Samstaða er mikið meðal leikmanna og einnig er góð samvinna hjá foreldrum varðandi þetta starf. Samstarf þessara félaga í 3. flokki hófst formlega í fyrra en að því standa KS, Tindastóll og Hvöt. Með þessu móti hafa strákarnir spilað fótbolta með 11 manna liði og svo hafa þeir líka spilað með 7 manna liði.
Anton Mark Duffield hjá KS er aðalþjálfari liðsins og hefur lagt á sig mikla vinnu við að halda þessu samstarfi saman. Ingvar Magnússon hjá Tindastól hefur séð um 7 manna liðið og er aðstoðarþjálfari liðsins og aðal ráðgjafi.
-Ekki má gleyma að þakka stjórnum KS, Tindastóls og Hvatar fyrir að gera þetta mögulegt og vonast foreldrar strákanna í 3. flokki KS/Tindastóls/Hvatar til að sjá marga á vellinum á úrslitaleiknum næsta laugardag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.