Kveikt á jólatrénu á Blönduósi um helgina

Blönduósbúar munu næstkomandi sunnudag eftir að hafa gengið til kirkju tendra ljósin á jólatré bæjarins sem að venju er gjöf frá vinabænum Moss í Noregi.

Ljósin verða tendruð klukkan 17:00 en við athöfnina verða sungin jólalög auk þess hefur Feykir heimildir fyrir því að einhverjir jólasveinar sem komu snemma niður úr fjöllum muni láta sjá sig.

Fleiri fréttir