Kvenfélagið Freyja færði skólanum hjartastuðtæki

Nóa tekur við hjartastuðtækinu fyrir hönd skólans. Flott gjöf frá Kvenfélaginu Freyju. MYND AF SÍÐU GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA
Nóa tekur við hjartastuðtækinu fyrir hönd skólans. Flott gjöf frá Kvenfélaginu Freyju. MYND AF SÍÐU GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA

Í síðustu viku kom Dagný Ragnarsdóttir, formaður kvenfélagsins Freyju, og færði Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki. Í frétt á netsíðu skólans er tekið fram að vonandi muni gjöfin aldrei koma að notum „…en erum við þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans.“

Það var Nóa, varaformaður nemendaráðs, sem tók á móti gjöfinni fyrir hönd skólans. „Takk fyrir okkur elsku konur, við erum ykkur ævinlega þakklát.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir